Ástandsskoðanir

Skoðun fyrir sölu/kaup

Ertu að hugsa um að kaupa fasteign? Ertu í söluhugleiðingum? Þá gæti ástandskoðun á allri fasteigninni verið fyrir þig.

Skoðun vegna raka/myglu

Fyrsta skrefið til að átta sig á því hvort mygla hafi náð fótfestu er að kanna hvort að skilyrði (t.d. leki að utan) hafi myndast fyrir mygluvexti.

Mat á viðhaldsþörf/ráðgjöf

Oft er erfitt að átta sig á henær þarf að sinna viðhaldi og í hvaða röð eigi að gera hlutina. Við getum aðstoðað þig að fá skýra sýn á viðhaldsþörf hússins þíns.

Bóka skoðun
  • Ástandsskoðun vegna sölu/kaupa án samantektar

    • 0-100 fm        89.400 kr.

    • 101-200 fm    109.400 kr.

    • 201-300 fm   129.400 kr.

    • 301-400 fm.  149.400 kr.

    • 400+ fm         Tilboð

    Ástandsskoðun vegna sölu/kaupa með samantekt

    • 0-100 fm        120.400 kr.

    • 101-200 fm    150.400 kr.

    • 201-300 fm   180.400 kr.

    • 301-400 fm.  210.400 kr.

    • 400+ fm         Tilboð

    Almennar skoðanir

    t.d. raki, mygla, viðhaldsþörf ofl.

    • Rakaskimun, mygluskoðun ofl. 

      • Án samantektar: 72.400 kr

      • Með samantekt: 102.400 kr

    • Viðhaldsgreining fyrir fjölbýli: Tilboð

    Annað

    • Sýnataka (hvert sýni): 7.900 kr

    • Tímagjald skoðunarmanns: 22.900 kr

    • Akstur utan höfuðborgarsvæðisins: 160 kr/km

    Öll verð eru með vsk.

  • Fyrirvarar

    Skoðunarmaður starfar sem hlutlaus matsaðili í öllum skoðunum og starfar ávallt af heilindum og fagmennsku. Hlutverk skoðunarmanns er að tryggja hagsmuni verkkaupa, þó án þess að hliðra staðreyndum og er ekki gert ráð fyrir að skýrslum eða athugasemdum sé breytt verkkaupa í vil nema til að skýra betur einstaka þætti skoðunar.

    Almennt eru byggingarhlutar ekki rofnir eða skemmdir nema gert sé samkomulag um það áður en skoðun hefst. Húsmunir eru ekki færðir né ástandi íbúðar raskað á annan hátt án samþykkis. Sé óskað eftir því að byggingarhlutar séu rofnir, t.d. að gert sé gat á rakavarnarlag, má áætla að útlit klæðningar eða þess verkstaðs sem unnið var á, breytist og ekki sé hægt að koma því í nákvæmlega sama útlitsástand og áður.

    Skýrslugerð/samantektir

    Skoðunarmaður ritar skýrslur eða samantektir eftir þeim upplýsingum og aðstæðum sem voru á skoðunartíma og varast skal að alhæfa út frá niðurstöðum. Allar ritaðar niðurstöður eru gerðar eftir bestu vitneskju skoðunarmanns en takmarkast af þeim upplýsingum sem skoðunarmanni eru látnar í té. Dreifing skýrslunnar er óheimil til annarra en verkkaupa nema með samþykki skoðunarmanns.

    Rakamælingar og hitamyndun

    Allar rakamælingar eru ‘án inngrips’ (non-invasive) og takmarkast því við uppbyggingu og gerð þeirra efna sem mæld eru. Ekki er um eiginlega hlutfallsrakamælingar að ræða heldur viðmiðunarrakamælingar út frá þeim forsemdum sem eru til staðar við skoðun (þ.e.a.s. mælingar á sambærilegu byggingarefni innan rýmis eða fasteignar).

    Verði tjón á fasteign eða innbúi við skoðun takmarkast skaðabótaábyrgð KS5 ehf. og starfsmanna við þá þóknun sem tekin hefði verið fyrir skoðunina.

    Raf- neysluvatns eða ofnalagnir eru ekki metnar nema af þal til bærum fagmönnum og rukkað er sérstaklega fyrir þeirra vinnu. Þá er ástand drens eða annarra fráveitu- og skólplagna ekki metið nema sjáanlegur frágangur drens að utan þegar það á við.

    Öryggisatriði

    Skoðunarmaður áskilur sér rétt til að sleppa því að mæla eða skoða hluta fasteignar telji hann að öryggi hans verði stefnt í hættu við mælingarnar. Þetta á t.d. við um staði þar sem fallhætta, loftgæði, óheilbrigt vinnuumhverfi eða aðrir þættir hafa áhrif á störf skoðunarmanns.

    Verðskrá

    KS5 ehf. áskilur sér rétt til að breyta verðskrá án fyrirvara. Sendir eru rafrænir reikningar sem samræmast stöðluðu bókhaldskerfi. Ritaðar niðurstöður verða ekki afhentar nema greitt hafi verið fyrir vinnu sem leiddi til þeirra nema sérstaklega hafi verið samið um annað.