
Námskeið, ráðgjöf og rakamælingar
Stefán Árni Jónsson
Húsasmíðameistari og byggingariðnfræðingur stofnaði Vernd og viðhald árið 2023 til að auka vitund og þekkingu viðskiptavina um ástand fasteigna, raka í húsum og margt fleira sem við kemur því að eiga fasteign. Stefán útskrifaðist úr húsasmíði árið 2019 og fór í framhaldi af því í byggingariðnfræði í Háskólanum í Reykjavík. Stefán útskrifaðist sem byggingariðnfræðingur og húsasmíðameistari árið 2024.
Stefán hefur starfað við ástandsskoðanir fasteigna frá 2021 og starfaði í upphafi hjá Fagmat undir leiðsögn Sigmundar G. Hermannssonar, húsasmíðameistara.
Ásamt því að sinna ástandsskoðunum höldum við einnig námskeið fyrir alla þá sem eiga, leigja eða sinna viðhaldi á fasteignum þar sem kennd eru aðalatriði þess að viðhalda húsum.
Hægt er að hafa samband með því að senda póst á stefan@verndogvidhald.is eða með því að smella á “hafa samband” efst á síðunni.
Gera má ráð fyrir að raunverulegur viðhaldskostnaður fasteigna sé 1,5% - 2% á ári
Markmið okkar er að auka vitund fasteignaeigenda um hvað það er sem raunverulega skiptir máli þegar viðhald er annars vegar
Ef raki hefur komist í byggingarefni getur örveruvöxtur hafist
Við leggjum áherslu á hagnýtar upplýsingar um raunveruleg málefni sem skipta máli

“Stefán hjálpaði mér að skilja hvað væri í gangi í fasteigninni minni á mannamáli. Eftir námskeiðið gekk ég um íbúðina mína og sá hana aðeins í nýju ljósi”
— Gunnar Ólafsson
Raki í fasteignum getur rýrt verðmæti hennar, orsakað myglu og grafið undan styrk byggingarhluta.
Fyrsta skrefið í fyrirbyggjandi viðhaldi er að þekkja fasteignina sína og vita hvað takmörkunum hún er háð. Með betri þekkingu eykst sjálfsöryggi þegar átt er við vandamál sem tengjast húsunum sem við búum í.